J.J. Abrams mun leikstýra Star Wars: Episode IX 12. september 2017 14:37 J.J. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Vísir/afp J.J. Abrams hefur verið ráðinn til að skrifa og leikstýra níunda hluta Star Wars-myndanna. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Greint var frá ráðningunni á heimasíðu Star Wars í dag. Colin Trevorrow átti upphaflega að leikstýra myndinni en fyrir viku var greint frá því að honum hafi verið vikið frá störfum. Abrams mun skrifa handritið ásamt Chris Terrio. Kathleen Kennedy, Michelle Rejwan, Abrams, Bad Robot, og Lucasfilm framleiða myndina. Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfims, segist himinlifandi með að hafa fengið Abrams til að koma að gerð myndarinnar. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Áttundi hluti Star Wars, The Last Jedi, verður frumsýnd nú skömmu fyrir jól. Abrams hefur áður leikstýrt myndum og þáttum á borð við Lost, Fringe, Star Trek (2009) og Star Trek Into the Darkness. Reiknað er með að níunda Star Wars myndin verði frumsýnd árið 2019. Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
J.J. Abrams hefur verið ráðinn til að skrifa og leikstýra níunda hluta Star Wars-myndanna. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Greint var frá ráðningunni á heimasíðu Star Wars í dag. Colin Trevorrow átti upphaflega að leikstýra myndinni en fyrir viku var greint frá því að honum hafi verið vikið frá störfum. Abrams mun skrifa handritið ásamt Chris Terrio. Kathleen Kennedy, Michelle Rejwan, Abrams, Bad Robot, og Lucasfilm framleiða myndina. Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfims, segist himinlifandi með að hafa fengið Abrams til að koma að gerð myndarinnar. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Áttundi hluti Star Wars, The Last Jedi, verður frumsýnd nú skömmu fyrir jól. Abrams hefur áður leikstýrt myndum og þáttum á borð við Lost, Fringe, Star Trek (2009) og Star Trek Into the Darkness. Reiknað er með að níunda Star Wars myndin verði frumsýnd árið 2019.
Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira