Solberg óttast ekki stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 13:03 Allar líkur eru á að Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, muni áfram gegna embætti forsætisráðherra Noregs. Vísir/afp Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18
„Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37