Horfst í augu við staðreyndir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00 Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization.
Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun