Samkomulag hefur verið gert um kaup Fisk Seafood á öllum hlutabréfum í Soffaníasi Cecilssyni hf. Fisk Seafood er með starfsemi í Grundarfirði og á Sauðárkróki en Soffanías Cecilsson í Grundarfirði.
Í tilkynningu frá Deloitte, sem kom að söluferlinu, kemur fram að samkomulagið sé með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
„Með þessu hyggst Fisk Seafood ehf. styrkja sig í sessi sem eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Ef af kaupunum verður mun starfsemi félagsins skipulögð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi í Grundarfirði.
Soffanías Cecilsson hf. hefur frá stofnun verið með starfsemi í Grundarfirði. Það er mat eigenda félagsins að rétt sé og tímabært að koma fyrirtækinu í hendur aðila sem hefur það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi fyrirtækisins í Grundarfirði,“ segir í tilkynningunni.
Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf


Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent