Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2017 23:38 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega ekkert sérstaklega sáttur með nýjustu ályktun öryggisráðsins gegn sér. vísir/epa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54
Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10
Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11