Innlent

Kjör ellilífeyrisþega hafa batnað að sögn ráðherra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra vísir/ernir
Ellilífeyriskerfið hefur verið eflt verulega og fyrirhugað er að halda því áfram, segir í aðsendri grein Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem birtist í blaðinu í dag.



„Útgjöld til ellilífeyrisgreiðslna TR á næsta ári munu verða rúmlega 74 milljarðar króna. Aukningin frá árinu 2016, sem var síðasta gildisár eldra lífeyriskerfis, nemur 24 milljörðum króna, eða um það bil helmingsaukning,“ segir ráðherrann.

Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Í greininni rekur Þorsteinn hvernig greiðslur til lægstu tekjuhópa lífeyrisþega hækkuðu um fjórðung auk þess að miðgildi tekna ellilífeyrisþega hafi hækkað um 22 prósent og sé nú 342 þúsund krónur.

Grein ráðherrans má nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Eldri borgarar í forgangi

Fáir hópar hafa verið í jafn miklum forgangi í ríkisfjármálum og notið jafn ríkulegra kjarabóta á undanförnum misserum og eldri borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×