Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2017 06:00 Talið er að Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hafi dregið sér fé frá frá byrjun. Mynd/Víkurfréttir Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, er talinn hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltúi United Silicon.vísir/stefánMagnús er einnig sakaður um að hafa haldið áfram svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og haft samband við Tenova eftir að hann var hættur afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið það eftir heimildum að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið afar vel gerðir. Fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu sviki. „Magnús er grunaður um að hafa svikið og dregið sér verulegar fjárhæðir í tengslum við samninga félagsins. Upphæðirnar virðast vera yfir hálfan milljarð íslenskra króna,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi og talsmaður United Silicon.Auðunn Helgason.„Samkvæmt þeim gögnum og athugunum sem fyrirtækið hefur farið í kemur ekkert annað fram en að aðeins einn maður hafi verið viðriðinn þetta og vitað af því hvernig í pottinn var búið,“ bætir Karen við. Auðun Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í United Silicon og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins á þeim tíma sem framkvæmdir við verksmiðjuna hófust vorið 2014, kvaðst ekki hafa kynnt sér málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég hef ekki átt aðkomu að rekstrinum síðan ég gekk úr stjórn í lok janúar og er ekkert inni í málefnum United Silicon. Ég hef ekki heyrt í Magnúsi síðan í maí eða júní en það er mjög sorglegt ef málið er komið í þennan farveg, en ég get ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Auðun. Ekki hefur náðst í Magnús Garðarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Hann er staddur erlendis og hafa hvorki lögregluyfirvöld né forsvarsmenn fyrirtækisins náð tali af Magnúsi. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, er talinn hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltúi United Silicon.vísir/stefánMagnús er einnig sakaður um að hafa haldið áfram svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og haft samband við Tenova eftir að hann var hættur afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið það eftir heimildum að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið afar vel gerðir. Fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu sviki. „Magnús er grunaður um að hafa svikið og dregið sér verulegar fjárhæðir í tengslum við samninga félagsins. Upphæðirnar virðast vera yfir hálfan milljarð íslenskra króna,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi og talsmaður United Silicon.Auðunn Helgason.„Samkvæmt þeim gögnum og athugunum sem fyrirtækið hefur farið í kemur ekkert annað fram en að aðeins einn maður hafi verið viðriðinn þetta og vitað af því hvernig í pottinn var búið,“ bætir Karen við. Auðun Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í United Silicon og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins á þeim tíma sem framkvæmdir við verksmiðjuna hófust vorið 2014, kvaðst ekki hafa kynnt sér málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég hef ekki átt aðkomu að rekstrinum síðan ég gekk úr stjórn í lok janúar og er ekkert inni í málefnum United Silicon. Ég hef ekki heyrt í Magnúsi síðan í maí eða júní en það er mjög sorglegt ef málið er komið í þennan farveg, en ég get ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Auðun. Ekki hefur náðst í Magnús Garðarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Hann er staddur erlendis og hafa hvorki lögregluyfirvöld né forsvarsmenn fyrirtækisins náð tali af Magnúsi.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45