Allt í járnum á kjördegi í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2017 10:59 Erna Solberg forsætisráðherra greiddi atkvæði í Bergen í morgun. Vísir/AFP Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00
Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00
Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00