Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 06:00 Vegleg afmælisveisla var haldin til heiðurs Hanyie í sumar að viðstöddu fjölmenni. vísir/laufey björnsdóttir Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni. Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni.
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34