Heimsbyggðin öll þarf að svara kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) við BBC í gær. „Allri heimsbyggðinni stafar ógn af þeim og öll heimsbyggðin þarf því að svara þeim,“ sagði Norðmaðurinn og bætti því við að NATO væri að sjálfsögðu ekki undanskilið.
Stoltenberg neitaði þó að fullyrða að fimmta grein NATO-sáttmálans, er snýr að því að árás á eitt bandalagsríki teljist árás á öll, yrði virkjuð ef Norður-Kórea gerir árás á bandarísku eyjuna Gvam líkt og hótað hefur verið.
„Ég mun ekki setja fram einhverjar vangaveltur um hvort fimmta greinin eigi við í því tilfelli,“ sagði Stoltenberg.
Heimurinn allur svari Norður-Kóreu
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent