Kosningabaráttan fer á flug upp úr helginni Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 14:13 Reikna má með að kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar í lok október hefjist fyrir alvöru strax upp úr helginni. Framboðslistar flestra framboða munu liggja fyrir um helgina eða snemma í næstu viku en hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verður skipan lista í kjördæmunum tveimur óbreytt að því frátöldu að Ólöf Nordal féll frá á þessu kjörtímabili. Myndin af framboðum stjórnmálaflokkanna tekur að skýrast mikið um helgina. Þannig ættu listar Samfylkingarinnar allir að liggja fyrir um helgina og á þriðjudag, Flokkur fólksins gengur frá framboðsmálum sínum á morgun og prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum lýkur sömuleiðis á morgun. Vinstri græn stilla upp listum alls staðar nema í Suðvesturkjördæmi þar sem fram fer forval á mánudag um sex efstu sæti listans og framboðslistar Framsóknar, Miðflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ættu allir að liggja fyrir áður en næsta vika er liðin. Myndin er farin að skýrast hjá Sjálfstæðisflokknum sem að öllu óbreyttu mun stilla upp listum í öllum kjördæmum og taka mið af prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Gísli Kr. Björnsson formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík segir að ákveðið hafi verið á fulltrúaráðsfundi á miðvikudag að skipa sjö manna kjörnefnd fyrir Reykjavíkurkjördæmin samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins um röðun á lista. „Í röðun eru valmöguleikarnir þeir að það er hægt að kjósa í sæti og síðan er líka hægt að fela kjörnefndinni að stilla upp í sæti. Fundurinn tók ákvörðun um að stilla listanum í heild sinni upp og miðað yrði við sömu sæti og komu út úr prófkjörunum í fyrra,” segir Gísli. Að því frátöldu að sjálfsögðu að fylla þarf skarð Ólafar Nordal fyrrverandi varaformanns flokksins sem féll frá fyrr á þessu ári. Sameiginlegur listi flokksins í Reykjavík færist því allur upp um eitt sæti. „Þetta var ákveðið svona á fulltrúaráðsfundinum og verður lagt fram til staðfestingar á fulltrúaráðsfundi á morgun. Þannig að listinn ætti að vera tilbúinn á morgun.“Rifjaðu aðeins upp fyrir okkur, hvernig verður þá röðin á kannski fyrstu sex sætunum? „Í Reykjavík norður yrðu það Guðlaugur Þór, Áslaug Arna og Birgir Ármannsson. Í Reykjavík suður yrðu það Brynjar Níelsson, Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir,“ segir Gísli. Líklegast verði sami háttur hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum í öðrum kjördæmum og stillt upp á listana miðað við prófkjör fyrir síðustu kosningar.Fjárhagur flokkanna misjafn fyrir kosningar Flokkarnir standa misjafnlega að vígi fjárhagslega enda stutt frá síðustu kosningum. Birgitta Jónsdóttir hefur upplýst að Píratar séu skuldlausir, samkvæmt ársreikningi Viðreisnar skuldar flokkurinn rúmar tíu milljónir og í ársreikningi sem Vinstri græn voru að skila til Ríkisendurskoðunar kemur fram að flokkurinn hafi skuldað tæpar 20 milljónir eftir síðustu kosningar en náð að greiða þær skuldir upp í febrúar síðast liðnum. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að flokkurinn þurfi að taka um 20 milljónir að láni fyrir kosningabaráttunni nú. En aðrir flokkar en Viðreisn og Vinstri græn hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2016 til Ríkisendurskoðunar. Gísli segir kosningabaráttu alltaf erfiða fjárhagslega en framkvæmdastjórn flokksins muni hliðra til í fjármálum flokksins til að allt gangi upp og kosningabaráttan í Reykjavík hefjist væntanlega strax eftir helgina. „Já, við skulum vona það. Að þá geysist Sjálfstæðismenn í Reykjavík fram völlinn og fylki sér á bak við þennan lista,“ segir Gísli Kr. Björnsson. Kosningar 2017 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Reikna má með að kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar í lok október hefjist fyrir alvöru strax upp úr helginni. Framboðslistar flestra framboða munu liggja fyrir um helgina eða snemma í næstu viku en hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verður skipan lista í kjördæmunum tveimur óbreytt að því frátöldu að Ólöf Nordal féll frá á þessu kjörtímabili. Myndin af framboðum stjórnmálaflokkanna tekur að skýrast mikið um helgina. Þannig ættu listar Samfylkingarinnar allir að liggja fyrir um helgina og á þriðjudag, Flokkur fólksins gengur frá framboðsmálum sínum á morgun og prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum lýkur sömuleiðis á morgun. Vinstri græn stilla upp listum alls staðar nema í Suðvesturkjördæmi þar sem fram fer forval á mánudag um sex efstu sæti listans og framboðslistar Framsóknar, Miðflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ættu allir að liggja fyrir áður en næsta vika er liðin. Myndin er farin að skýrast hjá Sjálfstæðisflokknum sem að öllu óbreyttu mun stilla upp listum í öllum kjördæmum og taka mið af prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Gísli Kr. Björnsson formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík segir að ákveðið hafi verið á fulltrúaráðsfundi á miðvikudag að skipa sjö manna kjörnefnd fyrir Reykjavíkurkjördæmin samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins um röðun á lista. „Í röðun eru valmöguleikarnir þeir að það er hægt að kjósa í sæti og síðan er líka hægt að fela kjörnefndinni að stilla upp í sæti. Fundurinn tók ákvörðun um að stilla listanum í heild sinni upp og miðað yrði við sömu sæti og komu út úr prófkjörunum í fyrra,” segir Gísli. Að því frátöldu að sjálfsögðu að fylla þarf skarð Ólafar Nordal fyrrverandi varaformanns flokksins sem féll frá fyrr á þessu ári. Sameiginlegur listi flokksins í Reykjavík færist því allur upp um eitt sæti. „Þetta var ákveðið svona á fulltrúaráðsfundinum og verður lagt fram til staðfestingar á fulltrúaráðsfundi á morgun. Þannig að listinn ætti að vera tilbúinn á morgun.“Rifjaðu aðeins upp fyrir okkur, hvernig verður þá röðin á kannski fyrstu sex sætunum? „Í Reykjavík norður yrðu það Guðlaugur Þór, Áslaug Arna og Birgir Ármannsson. Í Reykjavík suður yrðu það Brynjar Níelsson, Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir,“ segir Gísli. Líklegast verði sami háttur hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum í öðrum kjördæmum og stillt upp á listana miðað við prófkjör fyrir síðustu kosningar.Fjárhagur flokkanna misjafn fyrir kosningar Flokkarnir standa misjafnlega að vígi fjárhagslega enda stutt frá síðustu kosningum. Birgitta Jónsdóttir hefur upplýst að Píratar séu skuldlausir, samkvæmt ársreikningi Viðreisnar skuldar flokkurinn rúmar tíu milljónir og í ársreikningi sem Vinstri græn voru að skila til Ríkisendurskoðunar kemur fram að flokkurinn hafi skuldað tæpar 20 milljónir eftir síðustu kosningar en náð að greiða þær skuldir upp í febrúar síðast liðnum. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að flokkurinn þurfi að taka um 20 milljónir að láni fyrir kosningabaráttunni nú. En aðrir flokkar en Viðreisn og Vinstri græn hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2016 til Ríkisendurskoðunar. Gísli segir kosningabaráttu alltaf erfiða fjárhagslega en framkvæmdastjórn flokksins muni hliðra til í fjármálum flokksins til að allt gangi upp og kosningabaráttan í Reykjavík hefjist væntanlega strax eftir helgina. „Já, við skulum vona það. Að þá geysist Sjálfstæðismenn í Reykjavík fram völlinn og fylki sér á bak við þennan lista,“ segir Gísli Kr. Björnsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels