Samningur leikmannsins við uppeldisfélagið er til þriggja ára en Vísir greindi frá því í morgun að þessi tíðindi væru væntanleg.
Hjörtur Logi er 29 ára gamall. Hann fór frá FH til IFK Göteborg árið 2011. Þremur árum síðar fór hann til norska liðsins Sogndal en hann hefur leikið með sænska félaginu Örebro frá 2015.
Það þarf ekkert að fjölyrða um að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir FH-inga sem ætla sér að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn næsta sumar.
Hjörtur Logi Valgarðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Við bjóðum Loga hjartanlega velkominn heim í Kaplakrika #ViðerumFH pic.twitter.com/Oqca0cK3mi
— FHingar.net (@fhingar) September 29, 2017