Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 12:03 Þingnefndir skoða nú aðgerðir Rússa á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Vísir/Getty Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Fleiri fréttir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Sjá meira
Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Fleiri fréttir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Sjá meira