Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 12:03 Þingnefndir skoða nú aðgerðir Rússa á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Vísir/Getty Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira