Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 11:53 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson saman á þinginu þegar þeir voru báðir enn í Framsóknarflokknum. Nú eru þeir báðir hættir í flokknum og hefur Sigmundur Davíð stofnað nýjan flokk, Miðflokkinn. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. Að sama skapi dregur hann framboð sitt í Norðvesturkjördæmi til baka. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni í langri og ítarlegri færslu. Hann segir ekki ljóst hvað taki við hjá honum en það skýrist á næstu dögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur stofnað nýjan flokk, Miðflokkinn, en alþekkt er að Gunnar Bragi hefur verið á meðal ötulustu stuðningsmanna Sigmundar. Hann gefur hins vegar ekkert upp um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokkinn.„Ég fæddist í Framsókn og ég mun deyja í Framsókn“ Í færslunni segir Gunnar Bragi að hann muni ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla í dag en þegar fréttastofa náði tali af Gunnari Braga þann 18. september síðastliðinn til að kanna hvort hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til Alþingis og þá fyrir Framsóknarflokkinn sagði Gunnar Bragi við blaðamann: „Ég fæddist í Framsókn og ég mun deyja í Framsókn.“Ekki er hægt að segja annað en að Gunnar Bragi sé á nokkuð einlægum nótum í færslu sinni á Facebook. Hann segist sitja með hnút í maganum þar sem hann riti færsluna enda sé ekki létt að hverfa á braut. Hann kveðst kveðja flokkinn með mikilli sorg en segist sáttur við framlag sitt til hans. Gunnar Bragi segir hins vegar Framsóknarflokkinn klofinn og þar sé stundaður kafbátahernaður.Segir allar líkur á að hann myndi hrökklast úr þingflokki Framsóknar ef hann bjóði sig fram „Framsóknarfélagið mitt er klofið og ég sé að fólki er skipt í fylkingar. Gamla góða vinalega kveðjan er í sumum tilfellum orðin í besta falli kurteisisleg. Þetta á ekki að vera svona, þetta þarf ekki að vera svona. Öllu þessu mátti forða hefðu menn hlustað eða komið hreint fram. Því miður er það nú að rætast sem ég og fleiri vöruðum við og ég sagði við marga vini mína síðla sumars 2016 í upphafi innanflokksátakanna. Þegar svona er komið þá veltir maður framtíðinni fyrir sér. Vil ég vinna í þessu umhverfi? Get ég unnið með fólki sem starfar með þessum hætti eða lætur það viðgangast? Ég hef undanfarið hitt eða hringt í fjöldann allan af frábæru fólki sem ýmist hvetur mig til að taka slaginn, “ekki láta þá komast upp með þetta” eða þá að það hvetur mig til að draga mig í hlé vegna ástandsins í flokknum. Þegar ég rita þetta þá sit ég með hnút í maganum enda ekki létt að hverfa á braut. Eflaust gæti ég unnið forsystusætið en hvað er unnið með því ef samstarfið verður óbærilegt? Er heiðarlegt að bjóða sig fram vitandi að allar líkur eru á að maður myndi hrökklast úr þingflokknum?“ segir Gunnar Bragi í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Sigmundur viss um að aðrir vilji samstarf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er viss um að formenn annarra flokka verði tilbúnir í stjórnarmyndunarviðræður við sig eftir kosningar. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. Að sama skapi dregur hann framboð sitt í Norðvesturkjördæmi til baka. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni í langri og ítarlegri færslu. Hann segir ekki ljóst hvað taki við hjá honum en það skýrist á næstu dögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur stofnað nýjan flokk, Miðflokkinn, en alþekkt er að Gunnar Bragi hefur verið á meðal ötulustu stuðningsmanna Sigmundar. Hann gefur hins vegar ekkert upp um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokkinn.„Ég fæddist í Framsókn og ég mun deyja í Framsókn“ Í færslunni segir Gunnar Bragi að hann muni ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla í dag en þegar fréttastofa náði tali af Gunnari Braga þann 18. september síðastliðinn til að kanna hvort hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til Alþingis og þá fyrir Framsóknarflokkinn sagði Gunnar Bragi við blaðamann: „Ég fæddist í Framsókn og ég mun deyja í Framsókn.“Ekki er hægt að segja annað en að Gunnar Bragi sé á nokkuð einlægum nótum í færslu sinni á Facebook. Hann segist sitja með hnút í maganum þar sem hann riti færsluna enda sé ekki létt að hverfa á braut. Hann kveðst kveðja flokkinn með mikilli sorg en segist sáttur við framlag sitt til hans. Gunnar Bragi segir hins vegar Framsóknarflokkinn klofinn og þar sé stundaður kafbátahernaður.Segir allar líkur á að hann myndi hrökklast úr þingflokki Framsóknar ef hann bjóði sig fram „Framsóknarfélagið mitt er klofið og ég sé að fólki er skipt í fylkingar. Gamla góða vinalega kveðjan er í sumum tilfellum orðin í besta falli kurteisisleg. Þetta á ekki að vera svona, þetta þarf ekki að vera svona. Öllu þessu mátti forða hefðu menn hlustað eða komið hreint fram. Því miður er það nú að rætast sem ég og fleiri vöruðum við og ég sagði við marga vini mína síðla sumars 2016 í upphafi innanflokksátakanna. Þegar svona er komið þá veltir maður framtíðinni fyrir sér. Vil ég vinna í þessu umhverfi? Get ég unnið með fólki sem starfar með þessum hætti eða lætur það viðgangast? Ég hef undanfarið hitt eða hringt í fjöldann allan af frábæru fólki sem ýmist hvetur mig til að taka slaginn, “ekki láta þá komast upp með þetta” eða þá að það hvetur mig til að draga mig í hlé vegna ástandsins í flokknum. Þegar ég rita þetta þá sit ég með hnút í maganum enda ekki létt að hverfa á braut. Eflaust gæti ég unnið forsystusætið en hvað er unnið með því ef samstarfið verður óbærilegt? Er heiðarlegt að bjóða sig fram vitandi að allar líkur eru á að maður myndi hrökklast úr þingflokknum?“ segir Gunnar Bragi í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Sigmundur viss um að aðrir vilji samstarf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er viss um að formenn annarra flokka verði tilbúnir í stjórnarmyndunarviðræður við sig eftir kosningar. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Sigmundur viss um að aðrir vilji samstarf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er viss um að formenn annarra flokka verði tilbúnir í stjórnarmyndunarviðræður við sig eftir kosningar. 29. september 2017 06:00