Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð virðist kljúfa Framsókn í tvennt Vísir/Auðunn „Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
„Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira