Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 19:02 Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2017 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2017 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira