Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi mun viðhafa uppstillingu við val á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta var ákveðið á fjölmennu aukakjördæmisþingi sem fram fór í Kópavogi í kvöld.
Willum Þór Þórsson, fyrrverandi alþingismaður og knattspyrnuþjálfari hjá KR, sóttist einn eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Var honum ákaft fagnað á fundinum, að því er kemur fram í tilkynningu.
Fleiri tilkynntu um framboð en þó ekki í fyrsta sæti listans.
Willum sækist einn eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
