Urða frekar úrgang en að nýta hann í moltu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Urðunarstaður Stekkjarvíkur er í landi Sölvabakka. Frettabladid/pjetur vísir/pjetur Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira