Framboðslistar flokkanna væntanlega tilbúnir í lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 21:00 Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Stöð 2/Grafík Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess. Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess.
Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira