Ísland eins og skilnaðarbarn í Brexit deilunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2017 20:24 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með Liam Fox ráðherra alþjóðaviðskipta í Bretland. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“ Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent