Ísland eins og skilnaðarbarn í Brexit deilunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2017 20:24 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með Liam Fox ráðherra alþjóðaviðskipta í Bretland. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“ Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37