Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44