Vilja göng milli lands og Eyja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 21:19 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira