Handbolti

„Minibarinn“ að gera góða hluti hjá FH eftir heimsókn til Dags í Japan í sumar | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Birgisson skrifaði undir nýjan samning við FH til ársins 2020 og hann hélt upp á það með góðri frammistöðu með FH-liðinu í Hafnarfjarðarslagnum í gærkvöldi.

„Hann getur líka klárað færin á línunni þessi drengur. Sonur goðsagnarinnar, „Ísskápsins“ (Birgir Sigurðsson) og hann er búinn að heilla okkur með skemmtilegum „slúttum“ og það eru bara gæði í þessu,“ sagði Tómas Þór Þórðarson. Hann fór yfir þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í Seinni bylgjunni ásamt þeim Degi Sigurðssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni.

„Þetta er skemmtilegur strákur og mjög góður. Hann kom til mín til Tókýó í sumar og æfði með mér í tvær vikur með japanska landsliðinu. Frábær strákur og ósérhlífinn," sagði Dagur Sigurðsson um Ágúst.

„Þetta er líka bara falleg saga. Hann var þriðji línumaðurinn hjá Aftureldingu þegar ég var þar. Hann gat varla klárað færi til að bjarga lífi sínu. Það er annað að vera þriðji línumaður og vera stressaður þegar þú kemur inná en vera með sjálfstraust og vera aðalmaðurinn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum í gær og gaf Ágústi nýtt viðurnefni sem Ágúst verður líklega ósáttur með því hann vildi ekki vera litli ísskápurinn. Það var farið ennþá lengra og héðan af er Ágúst Birgisson kallaður „Minibarinn“ í Seinni bylgjunni. Það má sjá umræðu strákanna í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×