Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 22:19 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. Hann spyr hvort að ummæli Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um að Bjarni hafi stillt formönnum hinna þingflokkanna upp við vegg og þannig hótað að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, séu til þess fallin að endurheimta traust á stjórnmálum. „Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breytingar á stjórnarskrá verðskuldi ásakanir að skeyta engu um líf barna eða fálæti vegna kynferðisbrota? Ég hélt við hefðum fundið botninn í umræðu um þau mál í síðustu viku, en lengi getur vont versnað,“ skrifar Bjarni á Facebook síðu sinni þar sem hann fer yfir samninga um þinglok. „Nokkrir þingmenn fara mikinn í kvöld vegna þess að breytingar á stjórnarskránni (breytingaákvæðinu) eru ekki hluti samkomulagsins. Þannig segir Smári Mccarthy sem nýlega var í fréttum fyrir rætnar samlíkingar við mál Jimmy Savile, að ég hafi með aðkomu minni að þinglokasamningum hótað ,,að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur." Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Flestir vildu láta stjórnarskrána bíða Hann segir að þingið geti í krafti meirihlutavilja sett það á dagskrá sem það kýs. „Það er hins vegar niðurstaða langflestra þingflokka, eftir fjölda funda, að ljúka þinginu með fáeinum málum og láta stjórnarskránna bíða. Fyrir nokkrum dögum lagði ég fram tillögu að verklagi við breytingarnar sem allir formenn tóku nokkuð vel í á formannafundi. Píratar höfðu mestan fyrirvara og kröfðust þess á næsta fundi að breyting á breytingaákvæði stjórnarskrárinnar næði fram að ganga. Að þessu sinni skyldi þó farin önnur leið en þegar slíkt ákvæði var síðast í gildi, með lægri samþykkisþröskuldum. Fyrirvarar Pírata urðu á endanum til þess að ekkert varð úr samkomulaginu.“Færslu Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmFá mál sem þurfti að klára fyrir þinglok Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. Við sjáum þarna möguleika til að klára þingstörfin á einum degi og við erum sáttir við það. Við töldum að það væru tiltölulega fá mál sem væri þörf og ástæða fyrir að klára fyrir þinglokin og þessi listi endurspeglar það að einhverju leyti þó að hann sé auðvitað málamiðlun þeirra flokka sem að honum standa,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld. Hann segir það óábyrgt að afgreiða málefni stjórnarskrárinnar þegar verið er að ganga til kosninga eftir nokkrar vikur. „Það mál sem kannski stóð mest í sumum öðrum flokkum á lokametrunum var það hvort taka ætti inn bráðabirgðaákvæði um breytingar á stjórnarskránni. Við lögðumst mjög gegn því að slíkt ákvæði væri tekið hér inn á einhverjum handahlaupum rétt fyrir þinglok og rétt fyrir kosningar. Okkur fannst það óábyrgt og satt að segja alveg galið að fara að blanda málum inn með þeim hætti svona þegar verið var að klára þingstörfin í aðdraganda kosninga.“Munu ekki hindra afgreiðslu frumvarps Loga Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flytjandi frumvarps um ríkisborgararétt handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra, hefur einnig gagnrýnt að samið hafi verið um þinglok fyrir lokuðum dyrum, en niðurstaða samkomulags fimm flokka er að gerðar verði bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum. „Það mál verður á dagskrá og það er flutt af formönnum þeirra flokka sem það styðja. Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ segir Birgir.En er ekki hætta á því að börnum verði vísað úr landi og verði í raun fórnarlömb þessara stjórnarslita? „Það efast ég um, málin eru ennþá til meðferðar og það er ekki verð að vísa neinum úr landi. En við teljum að breytingar sem eru víðtækar breytingar á útlendingalögum hefðu þurft meiri yfirlegu áður en það er gengið frá þeim.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. Hann spyr hvort að ummæli Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um að Bjarni hafi stillt formönnum hinna þingflokkanna upp við vegg og þannig hótað að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, séu til þess fallin að endurheimta traust á stjórnmálum. „Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breytingar á stjórnarskrá verðskuldi ásakanir að skeyta engu um líf barna eða fálæti vegna kynferðisbrota? Ég hélt við hefðum fundið botninn í umræðu um þau mál í síðustu viku, en lengi getur vont versnað,“ skrifar Bjarni á Facebook síðu sinni þar sem hann fer yfir samninga um þinglok. „Nokkrir þingmenn fara mikinn í kvöld vegna þess að breytingar á stjórnarskránni (breytingaákvæðinu) eru ekki hluti samkomulagsins. Þannig segir Smári Mccarthy sem nýlega var í fréttum fyrir rætnar samlíkingar við mál Jimmy Savile, að ég hafi með aðkomu minni að þinglokasamningum hótað ,,að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur." Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Flestir vildu láta stjórnarskrána bíða Hann segir að þingið geti í krafti meirihlutavilja sett það á dagskrá sem það kýs. „Það er hins vegar niðurstaða langflestra þingflokka, eftir fjölda funda, að ljúka þinginu með fáeinum málum og láta stjórnarskránna bíða. Fyrir nokkrum dögum lagði ég fram tillögu að verklagi við breytingarnar sem allir formenn tóku nokkuð vel í á formannafundi. Píratar höfðu mestan fyrirvara og kröfðust þess á næsta fundi að breyting á breytingaákvæði stjórnarskrárinnar næði fram að ganga. Að þessu sinni skyldi þó farin önnur leið en þegar slíkt ákvæði var síðast í gildi, með lægri samþykkisþröskuldum. Fyrirvarar Pírata urðu á endanum til þess að ekkert varð úr samkomulaginu.“Færslu Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmFá mál sem þurfti að klára fyrir þinglok Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. Við sjáum þarna möguleika til að klára þingstörfin á einum degi og við erum sáttir við það. Við töldum að það væru tiltölulega fá mál sem væri þörf og ástæða fyrir að klára fyrir þinglokin og þessi listi endurspeglar það að einhverju leyti þó að hann sé auðvitað málamiðlun þeirra flokka sem að honum standa,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld. Hann segir það óábyrgt að afgreiða málefni stjórnarskrárinnar þegar verið er að ganga til kosninga eftir nokkrar vikur. „Það mál sem kannski stóð mest í sumum öðrum flokkum á lokametrunum var það hvort taka ætti inn bráðabirgðaákvæði um breytingar á stjórnarskránni. Við lögðumst mjög gegn því að slíkt ákvæði væri tekið hér inn á einhverjum handahlaupum rétt fyrir þinglok og rétt fyrir kosningar. Okkur fannst það óábyrgt og satt að segja alveg galið að fara að blanda málum inn með þeim hætti svona þegar verið var að klára þingstörfin í aðdraganda kosninga.“Munu ekki hindra afgreiðslu frumvarps Loga Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flytjandi frumvarps um ríkisborgararétt handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra, hefur einnig gagnrýnt að samið hafi verið um þinglok fyrir lokuðum dyrum, en niðurstaða samkomulags fimm flokka er að gerðar verði bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum. „Það mál verður á dagskrá og það er flutt af formönnum þeirra flokka sem það styðja. Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ segir Birgir.En er ekki hætta á því að börnum verði vísað úr landi og verði í raun fórnarlömb þessara stjórnarslita? „Það efast ég um, málin eru ennþá til meðferðar og það er ekki verð að vísa neinum úr landi. En við teljum að breytingar sem eru víðtækar breytingar á útlendingalögum hefðu þurft meiri yfirlegu áður en það er gengið frá þeim.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58
Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53