Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 06:37 Það fækkar í herbúðum Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Valli Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hann lætur jafnframt af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Úrsögn Ragnars kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Því hafi hann ákveðið að segja skilið við flokkinn og stefna á framboð undir merkjum annars stjórnmálaafls þann 28. október næstkomandi.Sjá einnig: Til hvers að starfa með fólkinu sem vill drepa mig?Margir Framsóknarmenn íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn.Þannig sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka. Formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík sendi að sama skapi tilkynningu í dag þar sem hann tilkynnir afsögn sína. Þar rekur hann jafnframt baráttu grasrótarinnar við gömlu valdhafa Framsóknar - „sem sáu sér til skelfingar að þeir höfðu misst tökin á flokknum. Voru því bakherbergin til sjávar og sveita fyllt af reyk og í flýti hafist handa við að endurheimta Framsóknarflokkinn til gömlu valdamannanna og flokksgæðinga.“ „Það virðist vera að takast, því núsitjandi formaður, -ásamt hans nánustu samverkamönnum, þ.e.a.s. þingmönnum sem skipað hafa annað sætið á lista Framsóknar í landsbyggðarkjördæmunum, langar ekki, -eða hafa ekki getu til að bera klæði á vopnin né heldur skapa sátt. Það sést best á kaldhæðinslegum yfirlýsingum sumra þeirra á samfélagsmiðlum þar sem enginn sátt virðist í sjónmáli eða hvað þá sáttarvilji. Af þessu leiðir að starfi mínu í flokknum er sjálfhætt, ég segi því af mér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og læt einnig af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ segir Ragnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hann lætur jafnframt af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Úrsögn Ragnars kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Því hafi hann ákveðið að segja skilið við flokkinn og stefna á framboð undir merkjum annars stjórnmálaafls þann 28. október næstkomandi.Sjá einnig: Til hvers að starfa með fólkinu sem vill drepa mig?Margir Framsóknarmenn íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn.Þannig sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka. Formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík sendi að sama skapi tilkynningu í dag þar sem hann tilkynnir afsögn sína. Þar rekur hann jafnframt baráttu grasrótarinnar við gömlu valdhafa Framsóknar - „sem sáu sér til skelfingar að þeir höfðu misst tökin á flokknum. Voru því bakherbergin til sjávar og sveita fyllt af reyk og í flýti hafist handa við að endurheimta Framsóknarflokkinn til gömlu valdamannanna og flokksgæðinga.“ „Það virðist vera að takast, því núsitjandi formaður, -ásamt hans nánustu samverkamönnum, þ.e.a.s. þingmönnum sem skipað hafa annað sætið á lista Framsóknar í landsbyggðarkjördæmunum, langar ekki, -eða hafa ekki getu til að bera klæði á vopnin né heldur skapa sátt. Það sést best á kaldhæðinslegum yfirlýsingum sumra þeirra á samfélagsmiðlum þar sem enginn sátt virðist í sjónmáli eða hvað þá sáttarvilji. Af þessu leiðir að starfi mínu í flokknum er sjálfhætt, ég segi því af mér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og læt einnig af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ segir Ragnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels