Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2017 14:33 Ákvörðun Sigmundar kom Sigurði Inga ekki á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels