KR og Haukar mættust í lokaleik 17.umferðar Pepsi deildar kvenna í dag og fór leikurinn fram í vesturbænum.
Það voru gestirnir sem að stjórnuðu þessum leik frá upphafi til enda og var það Marjani Hing-Glover sem að skoraði fyrsta mark þeirra á 16. mínútu.
Aðeins tveimur mínútum seinna var staðan orðin 2-0 eftir mark hjá Alexöndru Jóhannsdóttur og þannig var staðan í hálfleik.
Í síðari hálfleiknum var það sama upp á teningnum og í fyrri hálfleiknum og voru gestirnir ekki lengi að skora þriðja markið en það koma á 49. mínútu og var þar á ferðinni Hanna María Jóhannsdóttir.
Þetta voru lokatölur leiksins og var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni í sumar. Eftir leikinn eru Haukar þó ennþá í neðsta sæti með 4 stig en KR er í 7. sæti með 15 stig.
