Alfreð Finnbogason bar fyrirliðabandið í dag þegar Augsburg sótti Stuttgart heim í þýsku Bundesligunni í dag.
Alfreð hefur verið heitur fyrir Augsburg undanfarið, og var meðal annars um tíma markahæstur í þýsku deildinni.
Hann var þó ekki á skotskónum í dag, líkt og aðrir leikmenn á vellinum. Ekkert mark var skorað og 0-0 jafntefli niðurstaðan.
Annars staðar í þýsku Bundesligunni fór RB Leipzig með 2-1 sigur á Frankfurt. Jean-Kevin Augustin skoraði fyrra markið í fyrri hálfleik og Timo Werner tryggði sigurinn á 68. mínútu. Ante Rebic klóraði í bakkan fyrir Frankfurt, en það kom ekki að sök og fór Leipzig með sigur.
Mainz vann 1-0 sigur á Hertha Berlin með marki frá Pablo De Blasis úr vítaspyrnu á 54. mínútu.
Dennis Geiger skoraði á 13. mínútu fyrir Hoffenheim í leik þeirra gegn Schalke. Lukas Rupp gulltryggði svo 2-0 sigur í uppbótartíma.
Aron Jóhannsson var ekki í hóp hjá Werder Bremen sem gerði markalaust jafntefli við Freiburg.
Alfreð fyrirliði Augsburg í dag
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn