Dómur í máli Ryanair gæti verið fordæmisgefandi fyrir íslenska flugliða Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. september 2017 14:11 Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu Vísir/Getty Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“ Fréttir af flugi Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“
Fréttir af flugi Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira