Áslaug Arna verður varaformaður Sjálfstæðisflokksins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. september 2017 12:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna. Kosningar 2017 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna.
Kosningar 2017 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira