Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:07 Þrívíddargangbrautin í Hafnarstræti á Ísafirði. Mynd/Ágúst G. Atlason Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla
Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45