Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:07 Þrívíddargangbrautin í Hafnarstræti á Ísafirði. Mynd/Ágúst G. Atlason Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla
Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45