Vilja undirgöng fyrir ríðandi vegfarendur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2017 06:00 Nýi stígurinn er kippkorn frá hesthúsunum. vísir/eyþór „Göngustígur er hið besta mál en við höfum áhyggjur af malbikuðum hjólastíg,“ segir Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla í Hafnarfirði sem varað hefur við slysahættu sem gæti skapast vegna hjólastígs sem malbika á fram hjá hesthúsum hestamannafélagins. Þórunn segir að í sumar hafi verið unnið við gerð stígs meðfram Kaldárselsvegi. „Samkvæmt aðalskipulagi átti að koma þarna göngustígur en síðan hefur þetta þróast í hjólastíg,“ segir Þórunn sem sendi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf og lýsti miklum áhyggjum Sörlamanna.Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði við nýja göngu- og hjólastíginn við hestahúsabyggðina.vísir/eyþórHesthúsin eru ofan við Kaldárselsveg en reiðvegurinn er handan hans. Nýi stígurinn er hins vegar hesthúsmegin. Hestafólk þarf því að fara yfir nýja stíginn til að komast á reiðgötuna. „Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys,“ segir í bréfi Þórunnar til bæjarins. Stemma þurfi stigu við hraða hjólreiðamanna við hesthúsabyggðina við Hlíðarþúfur. „Besta lausn til framtíðar að okkar mati eru undirgöng sem myndu liggja bæði undir reiðhjólastíginn og Kaldárselsveginn.“ Í millitíðinni þurfi lausnir á borð við að hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður við Hlíðarþúfur, að settar verði varúðarmerkingar, að hestamenn hafi forgang og biðskylda verði hjá hjólreiðafólki. Jafnvel að hlið hægi á hjólandi umferð. Í samtali við Fréttablaðið bendir Þórunn á að fólk á reiðhjólum sé hljóðlaust og oft í skærum litum. „Það birtist kannski skyndilega og þá fælast hestar og það verða slys. Við erum alls ekkert á móti þessu en viljum að þetta sé gert eins öruggt og hægt er. Þá þarf að gera ráðstafanir svo þessi umferð fari saman; að hægja á hjólaumferðinni eða þá að sleppa því að malbika stíginn. Það eru alls konar aðferðir til. Núna eru þrjár leiðir frá hesthúshverfinu yfir á reiðgötuna en það væri í sjálfu sér nóg að hafa bara eina örugga leið og það sem við vildum helst er að gerð yrðu undirgöng.“ Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
„Göngustígur er hið besta mál en við höfum áhyggjur af malbikuðum hjólastíg,“ segir Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla í Hafnarfirði sem varað hefur við slysahættu sem gæti skapast vegna hjólastígs sem malbika á fram hjá hesthúsum hestamannafélagins. Þórunn segir að í sumar hafi verið unnið við gerð stígs meðfram Kaldárselsvegi. „Samkvæmt aðalskipulagi átti að koma þarna göngustígur en síðan hefur þetta þróast í hjólastíg,“ segir Þórunn sem sendi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf og lýsti miklum áhyggjum Sörlamanna.Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði við nýja göngu- og hjólastíginn við hestahúsabyggðina.vísir/eyþórHesthúsin eru ofan við Kaldárselsveg en reiðvegurinn er handan hans. Nýi stígurinn er hins vegar hesthúsmegin. Hestafólk þarf því að fara yfir nýja stíginn til að komast á reiðgötuna. „Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys,“ segir í bréfi Þórunnar til bæjarins. Stemma þurfi stigu við hraða hjólreiðamanna við hesthúsabyggðina við Hlíðarþúfur. „Besta lausn til framtíðar að okkar mati eru undirgöng sem myndu liggja bæði undir reiðhjólastíginn og Kaldárselsveginn.“ Í millitíðinni þurfi lausnir á borð við að hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður við Hlíðarþúfur, að settar verði varúðarmerkingar, að hestamenn hafi forgang og biðskylda verði hjá hjólreiðafólki. Jafnvel að hlið hægi á hjólandi umferð. Í samtali við Fréttablaðið bendir Þórunn á að fólk á reiðhjólum sé hljóðlaust og oft í skærum litum. „Það birtist kannski skyndilega og þá fælast hestar og það verða slys. Við erum alls ekkert á móti þessu en viljum að þetta sé gert eins öruggt og hægt er. Þá þarf að gera ráðstafanir svo þessi umferð fari saman; að hægja á hjólaumferðinni eða þá að sleppa því að malbika stíginn. Það eru alls konar aðferðir til. Núna eru þrjár leiðir frá hesthúshverfinu yfir á reiðgötuna en það væri í sjálfu sér nóg að hafa bara eina örugga leið og það sem við vildum helst er að gerð yrðu undirgöng.“
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira