Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2017 06:00 Trump fundaði með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira