Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. september 2017 12:00 Max Verstappen, Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen voru þrír fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var gaman, það var mikil óvissa hjá liðinu um hvað við myndum geta gert í dag. Það er skemmtilega óvænt að ná ráspól í dag. Það verður hörð barátta í ræsingunni á morgun og ég veit að Red Bull voru sérstaklega góðir á löngu köflunum á æfingum í gær og í dag. Keppnin verður spennandi,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Þetta var í lagi en svekkjandi að ná þessu ekki því þetta var svo nálægt. Það er gott að finna að bíllinn er góður. Vonandi kemst ég lengra en 100 metra á morgun og þá sjáum við til hvað gerist. Það er hægt að græða hér á góðri ræsingu. Bíllinn verður góður í keppninni,“ sagði Kimi Raikkonen sem var annar. „Það er alltaf gaman að keyra hér og áhorfendur eru mjög ástríðufullir. Það er gaman að ná þriðja sæti í tímatökunni hér á afmælisdaginn minn,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji á Red Bull í dag, hann varð tvítugur í dag.Maurizio Arrivabene var allt annað en sáttur eftir tímatökuna.Vísir/Getty„Við verðum að hrista þetta af okkur og keppa á morgun. Það virðist vera bilun í tengingunni á milli vélarinnar túrbínunnar í bíl Sebastian,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Við náðum framförum í dag. Það var bara eitthvað að í þriðju lotunni í dag. Allir aðrir gátu gefið í en ég sat eftir,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fimmti í dag. „Ég gaf Max hálfan tíunda úr sekúndu í afmælisgjöf. Ferrari bílarnir eru þeir einu sem hafa verið stöðugir í löngum köflum á æfingum. Hitastigið í dekkjunum skiptir öllu máli, það getur muna fimm gráðum í dekkjahita og það skilar kannski hálfri sekúndu á hring,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði í dag. „Það er alltaf gott að enda á undan Fernando í tímatöku. Sjöunda sæti var það mesta sem hægt var að ætlast til í dag. Við höfum reyndar ekki átt jafn góðar keppnir og tímatökur, svo ég veit ekki alveg við hverju á að búast á morgun,“ sagði Stoffel Vandoorne, sem varð sjöundi í tímatökunni í dag. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var gaman, það var mikil óvissa hjá liðinu um hvað við myndum geta gert í dag. Það er skemmtilega óvænt að ná ráspól í dag. Það verður hörð barátta í ræsingunni á morgun og ég veit að Red Bull voru sérstaklega góðir á löngu köflunum á æfingum í gær og í dag. Keppnin verður spennandi,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Þetta var í lagi en svekkjandi að ná þessu ekki því þetta var svo nálægt. Það er gott að finna að bíllinn er góður. Vonandi kemst ég lengra en 100 metra á morgun og þá sjáum við til hvað gerist. Það er hægt að græða hér á góðri ræsingu. Bíllinn verður góður í keppninni,“ sagði Kimi Raikkonen sem var annar. „Það er alltaf gaman að keyra hér og áhorfendur eru mjög ástríðufullir. Það er gaman að ná þriðja sæti í tímatökunni hér á afmælisdaginn minn,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji á Red Bull í dag, hann varð tvítugur í dag.Maurizio Arrivabene var allt annað en sáttur eftir tímatökuna.Vísir/Getty„Við verðum að hrista þetta af okkur og keppa á morgun. Það virðist vera bilun í tengingunni á milli vélarinnar túrbínunnar í bíl Sebastian,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Við náðum framförum í dag. Það var bara eitthvað að í þriðju lotunni í dag. Allir aðrir gátu gefið í en ég sat eftir,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fimmti í dag. „Ég gaf Max hálfan tíunda úr sekúndu í afmælisgjöf. Ferrari bílarnir eru þeir einu sem hafa verið stöðugir í löngum köflum á æfingum. Hitastigið í dekkjunum skiptir öllu máli, það getur muna fimm gráðum í dekkjahita og það skilar kannski hálfri sekúndu á hring,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði í dag. „Það er alltaf gott að enda á undan Fernando í tímatöku. Sjöunda sæti var það mesta sem hægt var að ætlast til í dag. Við höfum reyndar ekki átt jafn góðar keppnir og tímatökur, svo ég veit ekki alveg við hverju á að búast á morgun,“ sagði Stoffel Vandoorne, sem varð sjöundi í tímatökunni í dag.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45
Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30
Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30