Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2017 04:00 Þjórsárver sunnan Hofsjökuls hafa lengi verið þrætuepli vegna hugmynda um Norðlingaölduveitu. Vísir/Vilhelm Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.Tillaga að mörkum og friðlýsingarskilmálum stækkaðs friðlands Þjórsárvera var auglýst til kynningar í upphafi júlímánaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 3. október síðastliðinn. Um var að ræða skilmála og afmörkun sem komist var að samkomulagi um við sveitarfélög á svæðinu vorið 2013. Í júní sama ár stóð til að þáverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirritaði auglýsinguna en hann hætti við eftir að bréf barst frá forstjóra Landsvirkjunar um að farið yrði með málið fyrir dómstóla yrði af undirrituninni. „Þetta er barátta sem staðið hefur yfir í 45 ár. Þetta byrjaði í Gnúpverjahreppi árið 1972 með fundi sem faðir minn og Birgir Sigurðsson stóðu fyrir,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvera. „Síðasta uppþotið var árið 2001 þegar keyra átti Norðlingaölduveitu í gegn. Þetta hefur verið hark á köflum, sérstaklega fyrstu árin. Við þurftum að kæra hitt og þetta og gera alls kyns kúnstir,“ segir Sigþrúður. „Þetta hefur verið baráttumál í áratugi og er löngu, löngu, löngu tímabært enda er svæðið eitt af krúnudjásnum Íslands,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar. „Allt hið einstaka við hálendi Íslands er þarna samankomið. Undirritunin er vonandi lokapunkturinn í að vernda svæðið algjörlega og losna við allar virkjanahugmyndir.“ Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Núverandi friðland er tæpir 358 ferkílómetrar. Friðlandið mun því rúmlega fjórfaldast að flatarmáli. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00 Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.Tillaga að mörkum og friðlýsingarskilmálum stækkaðs friðlands Þjórsárvera var auglýst til kynningar í upphafi júlímánaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 3. október síðastliðinn. Um var að ræða skilmála og afmörkun sem komist var að samkomulagi um við sveitarfélög á svæðinu vorið 2013. Í júní sama ár stóð til að þáverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirritaði auglýsinguna en hann hætti við eftir að bréf barst frá forstjóra Landsvirkjunar um að farið yrði með málið fyrir dómstóla yrði af undirrituninni. „Þetta er barátta sem staðið hefur yfir í 45 ár. Þetta byrjaði í Gnúpverjahreppi árið 1972 með fundi sem faðir minn og Birgir Sigurðsson stóðu fyrir,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvera. „Síðasta uppþotið var árið 2001 þegar keyra átti Norðlingaölduveitu í gegn. Þetta hefur verið hark á köflum, sérstaklega fyrstu árin. Við þurftum að kæra hitt og þetta og gera alls kyns kúnstir,“ segir Sigþrúður. „Þetta hefur verið baráttumál í áratugi og er löngu, löngu, löngu tímabært enda er svæðið eitt af krúnudjásnum Íslands,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar. „Allt hið einstaka við hálendi Íslands er þarna samankomið. Undirritunin er vonandi lokapunkturinn í að vernda svæðið algjörlega og losna við allar virkjanahugmyndir.“ Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Núverandi friðland er tæpir 358 ferkílómetrar. Friðlandið mun því rúmlega fjórfaldast að flatarmáli.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00 Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00
Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31