Systir Kim Jong-un fær aukin völd Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 09:50 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu sést hér í svörtum frakka fyrir miðju á mynd. Systir hans, Kim Yo-jong, er önnur frá vinstri á myndinni, sem tekin er árið 2015. Vísir/AFP Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42
Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45