Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 12:15 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins á samfélagsmiðlum í morgun. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og segist dauðsjá eftir henni. Jón gekk í Samfylkinguna í gær. Í færslu á Instagram og Facebook í morgun birti Guðlaug mynd sem sýnir undirskrift Jóns og heimilisfang á meðmælendalista fyrir Bjarta framtíð. Þar stingur hún upp á að bjóða stuðningsyfirlýsinguna upp til að styrkja kosningasjóð flokksins. „Væri pínu poetic að greiðslur Samfó til Jóns gætu skapað plús í kladda okkar,“ skrifaði Guðlaug. Skömmu síðar eyddi Guðlaug færslunni en ekki áður en skjáskot höfðu náðst af henni. „Það var illa gert af mér og ég dauðsé eftir því. Ég var ekki almennilega vöknuð. Ég verð eiginlega bara að segja það. Ég bið hann innilega afsökunar og alla aðra sem brá við þetta,“ segir Guðlaug í samtali við Vísi. Hún segir að hennar fólk hafi hnippt í sig strax og sagt henni að svona gerði maður ekki. „Ég geri mér alveg grein fyrir því,“ segir hún.Færslunni eyddi Guðlaug.Skjáskot/FacebookÓskar Jóni og Samfylkingunni alls góðs Jón ávarpaði fund Samfylkingarinnar í gær. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagðist hann ekki útiloka endurkomu í pólitík síðar meir undir merkjum Samfylkingarinnar. Hann verður þó ekki á framboðslista að þessu sinni. Í ummælum við upphaflegu færsluna staðfesti Guðlaug að hún hefði tekið þátt í að ræða við Jón fyrir hönd Bjartrar framtíðar um síðustu helgi, eftir því sem hún sagðist muna. „Hann lýsti eindregnum stuðningi við BF og sjálfan sig reiðubúinn til að liðsinna okkur á hvern þann hátt sem honum væri fært. Ég var snögg að nappa hjá honum undirskrift á meðmælendalista með BF, sem ég ætti kannski frekar að ramma inn en skila til kjörstjórnar. Á aðeins eftir að skilja hvernig uppistandið á fundi Samfó rímar við hjartanleg stuðningsloforð, en við skiljum auðvitað ekki alltaf alla brandara Jóns alveg strax. Namaste,“ skrifaði Guðlaug. Í samtali við Vísi segir Guðlaug að Jón hafi mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð eftir stjórnarslitin. Hún viti ekki hvers vegna honum snerist hugur og ákvað frekar að ganga til liðs við Samfylkinguna. „Ég er mikill aðdáandi Jóns. Hann hefur gert mjög margt gott. Ég hlakka til að sjá hans innlegg í pólitíkina núna. Ég óska Samfylkingunni og honum alls góðs. Ég veit að hann er einlægur í því sem hann er að gera og langar að hafa góð áhrif. Við erum öll í því til að breyta samfélaginu og hafa góð áhrif og breyta pólitík. Hann er einn af þeim sem er í því. Við getum vonandi gert það saman,“ segir Guðlaug.Veit ekki um neinar greiðslur til JónsBjört Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra úr röðum Bjartrar framtíðar, sagði við Vísi í gær að flokkurinn hafi ekki getað borgað Jóni. Sett hún skipti hans yfir í Samfylkinguna í samhengi við að hann hefði verið að leita sér að vinnu. Í færslunni sem Guðlaug eyddi talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns. Þrátt fyrir það segist Guðlaug nú ekki hafa neina hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þátttöku sína í starfi Samfylkingarinnar. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki hugmynd um neinar greiðslur,“ segir Guðlaug. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins á samfélagsmiðlum í morgun. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og segist dauðsjá eftir henni. Jón gekk í Samfylkinguna í gær. Í færslu á Instagram og Facebook í morgun birti Guðlaug mynd sem sýnir undirskrift Jóns og heimilisfang á meðmælendalista fyrir Bjarta framtíð. Þar stingur hún upp á að bjóða stuðningsyfirlýsinguna upp til að styrkja kosningasjóð flokksins. „Væri pínu poetic að greiðslur Samfó til Jóns gætu skapað plús í kladda okkar,“ skrifaði Guðlaug. Skömmu síðar eyddi Guðlaug færslunni en ekki áður en skjáskot höfðu náðst af henni. „Það var illa gert af mér og ég dauðsé eftir því. Ég var ekki almennilega vöknuð. Ég verð eiginlega bara að segja það. Ég bið hann innilega afsökunar og alla aðra sem brá við þetta,“ segir Guðlaug í samtali við Vísi. Hún segir að hennar fólk hafi hnippt í sig strax og sagt henni að svona gerði maður ekki. „Ég geri mér alveg grein fyrir því,“ segir hún.Færslunni eyddi Guðlaug.Skjáskot/FacebookÓskar Jóni og Samfylkingunni alls góðs Jón ávarpaði fund Samfylkingarinnar í gær. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagðist hann ekki útiloka endurkomu í pólitík síðar meir undir merkjum Samfylkingarinnar. Hann verður þó ekki á framboðslista að þessu sinni. Í ummælum við upphaflegu færsluna staðfesti Guðlaug að hún hefði tekið þátt í að ræða við Jón fyrir hönd Bjartrar framtíðar um síðustu helgi, eftir því sem hún sagðist muna. „Hann lýsti eindregnum stuðningi við BF og sjálfan sig reiðubúinn til að liðsinna okkur á hvern þann hátt sem honum væri fært. Ég var snögg að nappa hjá honum undirskrift á meðmælendalista með BF, sem ég ætti kannski frekar að ramma inn en skila til kjörstjórnar. Á aðeins eftir að skilja hvernig uppistandið á fundi Samfó rímar við hjartanleg stuðningsloforð, en við skiljum auðvitað ekki alltaf alla brandara Jóns alveg strax. Namaste,“ skrifaði Guðlaug. Í samtali við Vísi segir Guðlaug að Jón hafi mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð eftir stjórnarslitin. Hún viti ekki hvers vegna honum snerist hugur og ákvað frekar að ganga til liðs við Samfylkinguna. „Ég er mikill aðdáandi Jóns. Hann hefur gert mjög margt gott. Ég hlakka til að sjá hans innlegg í pólitíkina núna. Ég óska Samfylkingunni og honum alls góðs. Ég veit að hann er einlægur í því sem hann er að gera og langar að hafa góð áhrif. Við erum öll í því til að breyta samfélaginu og hafa góð áhrif og breyta pólitík. Hann er einn af þeim sem er í því. Við getum vonandi gert það saman,“ segir Guðlaug.Veit ekki um neinar greiðslur til JónsBjört Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra úr röðum Bjartrar framtíðar, sagði við Vísi í gær að flokkurinn hafi ekki getað borgað Jóni. Sett hún skipti hans yfir í Samfylkinguna í samhengi við að hann hefði verið að leita sér að vinnu. Í færslunni sem Guðlaug eyddi talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns. Þrátt fyrir það segist Guðlaug nú ekki hafa neina hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þátttöku sína í starfi Samfylkingarinnar. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki hugmynd um neinar greiðslur,“ segir Guðlaug.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25