Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 12:15 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins á samfélagsmiðlum í morgun. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og segist dauðsjá eftir henni. Jón gekk í Samfylkinguna í gær. Í færslu á Instagram og Facebook í morgun birti Guðlaug mynd sem sýnir undirskrift Jóns og heimilisfang á meðmælendalista fyrir Bjarta framtíð. Þar stingur hún upp á að bjóða stuðningsyfirlýsinguna upp til að styrkja kosningasjóð flokksins. „Væri pínu poetic að greiðslur Samfó til Jóns gætu skapað plús í kladda okkar,“ skrifaði Guðlaug. Skömmu síðar eyddi Guðlaug færslunni en ekki áður en skjáskot höfðu náðst af henni. „Það var illa gert af mér og ég dauðsé eftir því. Ég var ekki almennilega vöknuð. Ég verð eiginlega bara að segja það. Ég bið hann innilega afsökunar og alla aðra sem brá við þetta,“ segir Guðlaug í samtali við Vísi. Hún segir að hennar fólk hafi hnippt í sig strax og sagt henni að svona gerði maður ekki. „Ég geri mér alveg grein fyrir því,“ segir hún.Færslunni eyddi Guðlaug.Skjáskot/FacebookÓskar Jóni og Samfylkingunni alls góðs Jón ávarpaði fund Samfylkingarinnar í gær. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagðist hann ekki útiloka endurkomu í pólitík síðar meir undir merkjum Samfylkingarinnar. Hann verður þó ekki á framboðslista að þessu sinni. Í ummælum við upphaflegu færsluna staðfesti Guðlaug að hún hefði tekið þátt í að ræða við Jón fyrir hönd Bjartrar framtíðar um síðustu helgi, eftir því sem hún sagðist muna. „Hann lýsti eindregnum stuðningi við BF og sjálfan sig reiðubúinn til að liðsinna okkur á hvern þann hátt sem honum væri fært. Ég var snögg að nappa hjá honum undirskrift á meðmælendalista með BF, sem ég ætti kannski frekar að ramma inn en skila til kjörstjórnar. Á aðeins eftir að skilja hvernig uppistandið á fundi Samfó rímar við hjartanleg stuðningsloforð, en við skiljum auðvitað ekki alltaf alla brandara Jóns alveg strax. Namaste,“ skrifaði Guðlaug. Í samtali við Vísi segir Guðlaug að Jón hafi mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð eftir stjórnarslitin. Hún viti ekki hvers vegna honum snerist hugur og ákvað frekar að ganga til liðs við Samfylkinguna. „Ég er mikill aðdáandi Jóns. Hann hefur gert mjög margt gott. Ég hlakka til að sjá hans innlegg í pólitíkina núna. Ég óska Samfylkingunni og honum alls góðs. Ég veit að hann er einlægur í því sem hann er að gera og langar að hafa góð áhrif. Við erum öll í því til að breyta samfélaginu og hafa góð áhrif og breyta pólitík. Hann er einn af þeim sem er í því. Við getum vonandi gert það saman,“ segir Guðlaug.Veit ekki um neinar greiðslur til JónsBjört Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra úr röðum Bjartrar framtíðar, sagði við Vísi í gær að flokkurinn hafi ekki getað borgað Jóni. Sett hún skipti hans yfir í Samfylkinguna í samhengi við að hann hefði verið að leita sér að vinnu. Í færslunni sem Guðlaug eyddi talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns. Þrátt fyrir það segist Guðlaug nú ekki hafa neina hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þátttöku sína í starfi Samfylkingarinnar. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki hugmynd um neinar greiðslur,“ segir Guðlaug. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins á samfélagsmiðlum í morgun. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og segist dauðsjá eftir henni. Jón gekk í Samfylkinguna í gær. Í færslu á Instagram og Facebook í morgun birti Guðlaug mynd sem sýnir undirskrift Jóns og heimilisfang á meðmælendalista fyrir Bjarta framtíð. Þar stingur hún upp á að bjóða stuðningsyfirlýsinguna upp til að styrkja kosningasjóð flokksins. „Væri pínu poetic að greiðslur Samfó til Jóns gætu skapað plús í kladda okkar,“ skrifaði Guðlaug. Skömmu síðar eyddi Guðlaug færslunni en ekki áður en skjáskot höfðu náðst af henni. „Það var illa gert af mér og ég dauðsé eftir því. Ég var ekki almennilega vöknuð. Ég verð eiginlega bara að segja það. Ég bið hann innilega afsökunar og alla aðra sem brá við þetta,“ segir Guðlaug í samtali við Vísi. Hún segir að hennar fólk hafi hnippt í sig strax og sagt henni að svona gerði maður ekki. „Ég geri mér alveg grein fyrir því,“ segir hún.Færslunni eyddi Guðlaug.Skjáskot/FacebookÓskar Jóni og Samfylkingunni alls góðs Jón ávarpaði fund Samfylkingarinnar í gær. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagðist hann ekki útiloka endurkomu í pólitík síðar meir undir merkjum Samfylkingarinnar. Hann verður þó ekki á framboðslista að þessu sinni. Í ummælum við upphaflegu færsluna staðfesti Guðlaug að hún hefði tekið þátt í að ræða við Jón fyrir hönd Bjartrar framtíðar um síðustu helgi, eftir því sem hún sagðist muna. „Hann lýsti eindregnum stuðningi við BF og sjálfan sig reiðubúinn til að liðsinna okkur á hvern þann hátt sem honum væri fært. Ég var snögg að nappa hjá honum undirskrift á meðmælendalista með BF, sem ég ætti kannski frekar að ramma inn en skila til kjörstjórnar. Á aðeins eftir að skilja hvernig uppistandið á fundi Samfó rímar við hjartanleg stuðningsloforð, en við skiljum auðvitað ekki alltaf alla brandara Jóns alveg strax. Namaste,“ skrifaði Guðlaug. Í samtali við Vísi segir Guðlaug að Jón hafi mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð eftir stjórnarslitin. Hún viti ekki hvers vegna honum snerist hugur og ákvað frekar að ganga til liðs við Samfylkinguna. „Ég er mikill aðdáandi Jóns. Hann hefur gert mjög margt gott. Ég hlakka til að sjá hans innlegg í pólitíkina núna. Ég óska Samfylkingunni og honum alls góðs. Ég veit að hann er einlægur í því sem hann er að gera og langar að hafa góð áhrif. Við erum öll í því til að breyta samfélaginu og hafa góð áhrif og breyta pólitík. Hann er einn af þeim sem er í því. Við getum vonandi gert það saman,“ segir Guðlaug.Veit ekki um neinar greiðslur til JónsBjört Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra úr röðum Bjartrar framtíðar, sagði við Vísi í gær að flokkurinn hafi ekki getað borgað Jóni. Sett hún skipti hans yfir í Samfylkinguna í samhengi við að hann hefði verið að leita sér að vinnu. Í færslunni sem Guðlaug eyddi talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns. Þrátt fyrir það segist Guðlaug nú ekki hafa neina hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þátttöku sína í starfi Samfylkingarinnar. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki hugmynd um neinar greiðslur,“ segir Guðlaug.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25