Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 23:15 Björt Ólafsdóttir óskar Jóni Gnarr velfarnaðar í störfum fyrir Samfylkinguna. Vísir „Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“ Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“
Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25