Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 23:15 Björt Ólafsdóttir óskar Jóni Gnarr velfarnaðar í störfum fyrir Samfylkinguna. Vísir „Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“ Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
„Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“
Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu