Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2017 07:00 Tony Ferguson og Kevin Lee. Vísir/Getty Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30