Ólympíumeistari frá London 2012 missir ÓL-bronsið sitt frá 2008 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 16:45 Anna Tsjitsjerova með ÓL-gullið sem hún vann í London 2012. Hún heldur því en missir ÓL-bronsið frá 2008. Vísir/Getty Rússneski hástökkvarinn Anna Tsjitsjerova mun missa verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 en hún féll á lyfjaprófi þegar níu ára gamalt lyfjapróf hennar var skoðað með nýjustu tækni. Anna Tsjitsjerova vann brons á Ólympíuleikunum 2008 en alþjóðlegi íþróttadómstóllinn hefur nú úrskurðað að Tsjitsjerova verði nú að skila bronsinu sínu. Sjá frétt á opinberri síðu Ólympíuleikanna. Tsjitsjerova stóðst upprunalega lyfjaprófið á ÓL 2008 en þegar sýnið var skoðað aftur næstum því áratug seinna fundust anabólískir sterar í sýni hennar. Framfarir í lyfjaprófum hafa verið miklar og það eru mörg dæmi um það að hrein lyfjapróf hafi ekki verið svo hrein eftir allt saman. Alþjóðaólympíunefndin hafði ákveðið að Tsjitsjerov yrði að skila bronsinu sínu en hún áfrýjaði til íþróttadómstólsins, CAS, sem hefur nú skilað endanlegri niðurstöðu. Tsjitsjerova stökk 2,03 metra í úrslitum hástökkskeppninnar í Peking og setti þá nýtt persónulegt met. Í fjórða sætinu var Jelena Slesarenko landa hennar með stökk upp á 2,01 metra. Hin belgíska Tia Hellebaut varð Ólympíumeistari með 2,05 metra stökk en Króatinn Blanka Vlasic fór líka yfir 2,05 metra en í annarri tilraun. Það fylgir sögunni að á Ólympíuleikunum í London fjórum árum síðar þá vann Anna Tsjitsjerova Ólympíugull. Hún á því áfram verðlaun á Ólympíuleikum þrátt fyrir að þurfa að skila bronsverðlaunum sínum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Rússneski hástökkvarinn Anna Tsjitsjerova mun missa verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 en hún féll á lyfjaprófi þegar níu ára gamalt lyfjapróf hennar var skoðað með nýjustu tækni. Anna Tsjitsjerova vann brons á Ólympíuleikunum 2008 en alþjóðlegi íþróttadómstóllinn hefur nú úrskurðað að Tsjitsjerova verði nú að skila bronsinu sínu. Sjá frétt á opinberri síðu Ólympíuleikanna. Tsjitsjerova stóðst upprunalega lyfjaprófið á ÓL 2008 en þegar sýnið var skoðað aftur næstum því áratug seinna fundust anabólískir sterar í sýni hennar. Framfarir í lyfjaprófum hafa verið miklar og það eru mörg dæmi um það að hrein lyfjapróf hafi ekki verið svo hrein eftir allt saman. Alþjóðaólympíunefndin hafði ákveðið að Tsjitsjerov yrði að skila bronsinu sínu en hún áfrýjaði til íþróttadómstólsins, CAS, sem hefur nú skilað endanlegri niðurstöðu. Tsjitsjerova stökk 2,03 metra í úrslitum hástökkskeppninnar í Peking og setti þá nýtt persónulegt met. Í fjórða sætinu var Jelena Slesarenko landa hennar með stökk upp á 2,01 metra. Hin belgíska Tia Hellebaut varð Ólympíumeistari með 2,05 metra stökk en Króatinn Blanka Vlasic fór líka yfir 2,05 metra en í annarri tilraun. Það fylgir sögunni að á Ólympíuleikunum í London fjórum árum síðar þá vann Anna Tsjitsjerova Ólympíugull. Hún á því áfram verðlaun á Ólympíuleikum þrátt fyrir að þurfa að skila bronsverðlaunum sínum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira