Hvernig efli ég sjálfstraustið? Edda Björk Þórðardóttir og skrifa 5. október 2017 16:00 Edda Björk Þórðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig efli ég sjálfstraustið?Svar: Eitt mikilvægasta sambandið sem við eigum og ættum að rækta vel er sambandið við okkur sjálf. Hugurinn er öflugt fyrirbæri og jákvætt sjálfstraust getur fleygt okkur jafn langt og lélegt sjálfstraust getur haldið aftur af okkur. Hvernig kemur þú fram við sjálfa/n þig? Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Íhugum því vel að hvaða þáttum í fari okkar við beinum orku okkar og athygli. Óraunhæfar kröfur til okkar sjálfra og fullkomnunarárátta ýta undir lélegt sjálfstraust. Hugum að því hvernig við tölum við okkur sjálf þegar erfiðlega gengur. Í stað gagnrýni spyrjum frekar: Hvernig kæmi ég fram við vin minn í sömu sporum? Munum að allir gera mistök og það er hluti af lífinu að stíga feilspor. Hverjir eru styrkleikar þínir? Allir búa yfir hæfileikum sem eiga að geta blómstrað og það er mikilvægt að veita þessum þáttum athygli. Í hverju liggja styrkleikar þínir? Hvað gerir þú vel? Hvað er það sem gerir þig að góðum vini, systkini eða maka? Prófaðu að takast á við nýjar áskoranir, setja þér raunhæf markmið og leyfa þér að finna fyrir stolti þegar litlum áföngum er náð. Fólk með lítið sjálfstraust á gjarnan erfitt með að taka við hrósi. Taktu eftir því hvort sjálfvirka niðurrifið fer af stað þegar þér er hrósað, staldraðu við þá hugsun og skoðaðu hana. Falleg einlæg orð frá öðrum næra sjálfstraustið og það er mikilvægt að hleypa þeim orðum inn á við.Niðurstaða: Veittu styrkleikum þínum athygli, komdu fram við sjálfan þig eins og þú myndir koma fram við þá sem þér er annt um og mundu að hafa markmið þín raunhæf. Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig efli ég sjálfstraustið?Svar: Eitt mikilvægasta sambandið sem við eigum og ættum að rækta vel er sambandið við okkur sjálf. Hugurinn er öflugt fyrirbæri og jákvætt sjálfstraust getur fleygt okkur jafn langt og lélegt sjálfstraust getur haldið aftur af okkur. Hvernig kemur þú fram við sjálfa/n þig? Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Íhugum því vel að hvaða þáttum í fari okkar við beinum orku okkar og athygli. Óraunhæfar kröfur til okkar sjálfra og fullkomnunarárátta ýta undir lélegt sjálfstraust. Hugum að því hvernig við tölum við okkur sjálf þegar erfiðlega gengur. Í stað gagnrýni spyrjum frekar: Hvernig kæmi ég fram við vin minn í sömu sporum? Munum að allir gera mistök og það er hluti af lífinu að stíga feilspor. Hverjir eru styrkleikar þínir? Allir búa yfir hæfileikum sem eiga að geta blómstrað og það er mikilvægt að veita þessum þáttum athygli. Í hverju liggja styrkleikar þínir? Hvað gerir þú vel? Hvað er það sem gerir þig að góðum vini, systkini eða maka? Prófaðu að takast á við nýjar áskoranir, setja þér raunhæf markmið og leyfa þér að finna fyrir stolti þegar litlum áföngum er náð. Fólk með lítið sjálfstraust á gjarnan erfitt með að taka við hrósi. Taktu eftir því hvort sjálfvirka niðurrifið fer af stað þegar þér er hrósað, staldraðu við þá hugsun og skoðaðu hana. Falleg einlæg orð frá öðrum næra sjálfstraustið og það er mikilvægt að hleypa þeim orðum inn á við.Niðurstaða: Veittu styrkleikum þínum athygli, komdu fram við sjálfan þig eins og þú myndir koma fram við þá sem þér er annt um og mundu að hafa markmið þín raunhæf.
Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira