Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2017 08:43 Ljósmyndin af parinu hefur farið víða og jafnvel legið undir gagnrýni. Vísir/Getty Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55