Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2017 06:00 Ef VG og Sjálfstæðisflokkurinn tækju ákvörðun um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, yrði sú stjórn með 35 manna meirihluta. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Það yrði eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem hægt væri að mynda. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að verulegar breytingar verða á Alþingi eftir kosningar. Það þýðir að allt aðrir kostir á myndun meirihlutastjórnar yrðu í stöðunni. Auk tveggja flokka stjórnar með Sjálfstæðisflokki, gæti VG myndað þriggja flokka stjórn með Pírötum og Samfylkingunni með 35 þingmenn að baki sér. Vinstri græn gætu líka myndað þriggja flokka stjórnir með Miðflokknum og Pírötum eða Miðflokknum og Samfylkingunni. Aðrar þriggja flokka stjórnir eru ekki inni í myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vaxtalækkun Seðlabankans og ríkisfjármálastefnuna að umtalsefni á Facebook í gær. Það vekur athygli Bjarna að Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir róttækum breytingum á ríkisfjármálum. „Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum,“ segir Bjarni. Formaður VG hafi ítrekað kallað ríkisfjármálastefnuna sem fylgt hefur verið undanfarið sveltistefnu. Það séu stór orð. „Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skattgreiðenda. Samfylkingin hefur talað á svipuðum nótum,“ segir Bjarni. Það sé því róttæk vinstri breyting í kortunum.Aðferðin Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11 prósent sögðust óákveðin en 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Ef VG og Sjálfstæðisflokkurinn tækju ákvörðun um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, yrði sú stjórn með 35 manna meirihluta. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Það yrði eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem hægt væri að mynda. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að verulegar breytingar verða á Alþingi eftir kosningar. Það þýðir að allt aðrir kostir á myndun meirihlutastjórnar yrðu í stöðunni. Auk tveggja flokka stjórnar með Sjálfstæðisflokki, gæti VG myndað þriggja flokka stjórn með Pírötum og Samfylkingunni með 35 þingmenn að baki sér. Vinstri græn gætu líka myndað þriggja flokka stjórnir með Miðflokknum og Pírötum eða Miðflokknum og Samfylkingunni. Aðrar þriggja flokka stjórnir eru ekki inni í myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vaxtalækkun Seðlabankans og ríkisfjármálastefnuna að umtalsefni á Facebook í gær. Það vekur athygli Bjarna að Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir róttækum breytingum á ríkisfjármálum. „Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum,“ segir Bjarni. Formaður VG hafi ítrekað kallað ríkisfjármálastefnuna sem fylgt hefur verið undanfarið sveltistefnu. Það séu stór orð. „Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skattgreiðenda. Samfylkingin hefur talað á svipuðum nótum,“ segir Bjarni. Það sé því róttæk vinstri breyting í kortunum.Aðferðin Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11 prósent sögðust óákveðin en 18 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30