Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Ástandið í flóttamannabúðum Rohingja þykir slæmt. vísir/epa Mannúðarsamtök sem aðstoða flóttamenn í Bangladess lýstu því yfir í gær að þörf væri á um 47 milljörðum króna á næstu sex mánuðum til þess að veita 1,2 milljónum manna lífsnauðsynlega hjálp. Stærstur hluti flóttamannanna eru börn. Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. Alls eru meira en 800.000 Rohingjar komnir til Bangladess, þar af rúm hálf milljón síðan í lok ágúst. Til viðbótar við Rohingjana bætist svo það heimafólk sem aðstoðar flóttamennina og heldur úti flóttamannabúðunum. „Rohingjar nærri Cox Bazar-borg eru í afar viðkvæmri stöðu, flestir hafa þeir orðið fyrir miklum og alvarlegum áföllum, og þeir búa nú við gríðarlega erfiðar aðstæður,“ sagði Robert Watkins, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Bangladess, í yfirlýsingu í gær. Þessi mikli fólksflótti sem hófst í lok ágúst orsakast af ofbeldi í Rakhine-héraði. Í kjölfar árásar skæruliða af þjóðflokki Rohingja á herstöð beitti herinn valdi gegn almennum borgurum af þjóðflokknum. Mannréttindastjóri SÞ hefur greint frá því að herinn taki Rohingja af lífi án dóms og laga og brenni bæi þeirra til grunna. Hann hefur jafnframt gengið svo langt að tala um þjóðernishreinsanir í þessu samhengi. Því hafa yfirvöld í Mjanmar hins vegar neitað og segjast eingöngu vera að berjast við liðsmenn frelsishers Rohingja (ARSA). Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mannúðarsamtök sem aðstoða flóttamenn í Bangladess lýstu því yfir í gær að þörf væri á um 47 milljörðum króna á næstu sex mánuðum til þess að veita 1,2 milljónum manna lífsnauðsynlega hjálp. Stærstur hluti flóttamannanna eru börn. Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. Alls eru meira en 800.000 Rohingjar komnir til Bangladess, þar af rúm hálf milljón síðan í lok ágúst. Til viðbótar við Rohingjana bætist svo það heimafólk sem aðstoðar flóttamennina og heldur úti flóttamannabúðunum. „Rohingjar nærri Cox Bazar-borg eru í afar viðkvæmri stöðu, flestir hafa þeir orðið fyrir miklum og alvarlegum áföllum, og þeir búa nú við gríðarlega erfiðar aðstæður,“ sagði Robert Watkins, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Bangladess, í yfirlýsingu í gær. Þessi mikli fólksflótti sem hófst í lok ágúst orsakast af ofbeldi í Rakhine-héraði. Í kjölfar árásar skæruliða af þjóðflokki Rohingja á herstöð beitti herinn valdi gegn almennum borgurum af þjóðflokknum. Mannréttindastjóri SÞ hefur greint frá því að herinn taki Rohingja af lífi án dóms og laga og brenni bæi þeirra til grunna. Hann hefur jafnframt gengið svo langt að tala um þjóðernishreinsanir í þessu samhengi. Því hafa yfirvöld í Mjanmar hins vegar neitað og segjast eingöngu vera að berjast við liðsmenn frelsishers Rohingja (ARSA).
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10