Range Rover Sport fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 12:00 Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás. Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent
Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent