Benz fjárfestir í háhraðahreðslutækni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 09:00 StoreDot rafhlöður er ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent