Allt í allt hafa yfirvöld fundið 47 skotvopn í eigu Paddock.
Paddock smyglaði fleiri en tuttugu byssum inn á hótelherbergi sitt og skaut svo á tónleikagesti hinum megin við götuna út um gluggann á herbergi sínu á 32 hæð.
Síðustu byssuna keypti hann í versluninni Guns & Guitars í Las Vegas. Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir Paddock hafa keypt fimm byssur þar á einu ári. Á hótelherbergi hans fundust tólf byssur sem hann hafði breytt svo hægt væri að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma.
Only on CBS: We spoke to the manager of the last gun store the Las Vegas gunman was believed to have visited before checking into his hotel. pic.twitter.com/lkkrZvaPTM
— CBS This Morning (@CBSThisMorning) October 4, 2017
Why is there no notification if someone is buying multiple rifles? "There's no federal law requiring that" -- Jill Snyder, ATF Special Agent pic.twitter.com/3b9hRtcs4E
— CBS This Morning (@CBSThisMorning) October 4, 2017
Þar að auki hafði Paddock orðið sér út um magasín sem geyma allt frá 60 til hundrað skot, samkvæmt frétt Washington Post.
EXCLUSIVE: these are 2 of 23 guns found in #LasVegas shooter's hotel room at #MandalayBay - hammer, bipod, optics, ammo. 59 lives. Chilling. pic.twitter.com/gManlUIeZI
— Jacqui Heinrich (@JacquiHeinrich) October 3, 2017
Kærasta Paddock er nú komin til Bandaríkjanna frá Filippseyjum og vonast rannsakendur til þess að hún geti varpað ljósi á tilefni árásarinnar. Paddock hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Konan heitir Marilou Danley og er frá Ástralíu en á rætur sínar að rekja til Filippseyja.
Systur hennar sögðu fjölmiðlum ytra að þær teldu Paddock hafa sent Marilou Danley til útlanda svo hún myndi ekki reyna að koma í veg fyrir árásina. Vitað er að Paddock millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum og leikur grunur á að Danley eigi þann reikning.
Sjá einnig: Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum
Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú lagt frumvarp um að gera fólki auðveldara að kaupa hljóðdeyfa til hliðar um tíma. Frumvarpið snýr einnig að því að draga úr reglum varðandi flutning skotvopna á milli ríkja.
Þar að auki myndi frumvarpið draga úr reglum varðandi skotfæri sem eru hönnuð til að fara í gegnum brynvarnir.
Sjá einnig: Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á
Andstæðingar frumvarpsins segja að hljóðdeyfar muni gera lögregluþjónum og öðrum erfiðara að finna hvaðan verið sé að skjóta í tilfellum eins og í Las Vegas. Stuðningsmenn þess segja þó að hljódeyfar deyfi eingöngu hljóðið úr stórum rifflum. Því hjálpi þeir eingöngu við að vernda heyrnd löghlýðinna borgara.
Þá vinnur minnst einn af þingmönnum Demókrataflokksins að því að reyna að gera Bumper Fire skefti ólögleg, samkvæmt Washington Post.
Demókratar hafa farið víða um og fara fram á breytingar á vopnalöggjöfinni í Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki fallið í kramið hjá repúblikönum og segja þeir ótímabært og óviðeigandi að ræða það að svo stöddu.
Repúblikanar hafa verið gagnrýndir fyrir að segja þetta um árabil og eftir fjölmörg fjöldamorð og árásir, eins og Stephen Colbert tók til dæmis saman í þætti sínum í gær.