Doktor segir fylgið geta færst mikið til á milli flokka Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 12:45 Það styttist í kosningar. Vísir/Vilhelm Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30