Flestir hafa sett læk við Bjarna að skreyta köku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 12:16 Bjarni sést hér einbeittur á svip í upphafi myndbandsins sem er með yfir 1000 læk á Facebook. Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17
Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01
Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30