Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2017 02:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum. Vísir/Ernir Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira